Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2009.  Útgáfa 137.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um aðild Íslands að samningi um stofnun aðstoðarsjóðs á vegum Efnahags- og [framfarastofnunar]1)

1976 nr. 25 6. maí

   1)L. 98/2009, 7. gr.
Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 28. maí 1976. Breytt með l. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem taka gildi 1. jan. 2010).

1. gr. Ríkisstjórninni skal heimilt að fullgilda fyrir Íslands hönd samning, dags. 9. apríl 1975, um stofnun aðstoðarsjóðs — Financial Support Fund — á vegum Efnahags- og [framfarastofnunar]1) (OECD).
   1)L. 98/2009, 7. gr.

2. gr. [Efnahags- og viðskiptaráðherra]1) skipar fulltrúa Íslands í stjórn sjóðsins og annan til vara.
   1)L. 98/2009, 7. gr.

3. gr. Ríkisstjórninni heimilast að ábyrgjast hluta Íslands í skuldbindingum sjóðsins allt að jafnvirði 25 milljóna dollara og að taka lán úr sjóðnum allt að sömu fjárhæð.